Vikublaðið í samstarfi við Háskólann á Akureyri mun næstu vikum og mánuðum kynna vísindafólk Háskólans á Akureyri. Við byrjum á að kynna Guðmund Oddsson sem er dósent í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Einhverjir þekkja hann betur sem Gumma Odds. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.