Foreldrar uggandi vegna dekkjakurlsins

Sparkvellirnir á Akureyri eru sjö talsins. Mynd/Þröstur Ernir
Sparkvellirnir á Akureyri eru sjö talsins. Mynd/Þröstur Ernir

Foreldrar á Akureyri eru uggandi vegna dekkjakurls á sparkvöllum bæjarins sem eru sjö talsins. Miklar umræður hafa verið um dekkjakurl á samfélagsmiðlunum undanfarið, en grunur leikur á um að kurlið sé krabbameinsvaldandi. Mörg sveitarfélög hafa tekið ákvörðun um að fjarlægja dekkjarkurl af sparkvöllum. Akureyrarbær bíður eftir niðurstöðum úr sýnum Heilbrigðiseftirlitsins áður en ákvörðun verður tekin. 

Formaður Samtaka, félag foreldrafélaga á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að foreldrar viljið dekkjarkurlið burt. Lengri frétt um þetta mál má nálgast í prentútgáfu blaðsins.

-Vikudagur, 17. mars

Nýjast