Foreldrar krefjast fjölgunar á leikskólaplássum á Akureyri

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Undirskriftalisti er nú í gangi þar sem skorað er á bæjaryfirvöld á Akureyri að fjölga leikskólaplássum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 200 undirskriftir safnast. Í áskoruninni stendur m.a.: „Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu. Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá að a.m.k. 18 mánaða aldri, aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu.

Þórunn Anna Elíasdóttir, móðir 18 mánaða drengs á Akureyri, sér fram á að komast ekki með drenginn sinn á leikskóla fyrr um tveggja og hálfs árs og aldur. Margir foreldrar eru í svipaðri stöðu. Er það þvert á skólastefnu Akureyrarbæjar þar sem segir að tryggja eigi öllum börnum eftir 18 mánaða aldur leikskólapláss.

Nánar er fjallað um þetta mál og rætt við Þórunni Önnu í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag.

Nálgast má undirskriftalistann hér.

Nýjast