Fólksbíll og flutningabíll skullu saman

Mynd: Vikudagur/epe
Mynd: Vikudagur/epe

Árekstur varð við Haukamýri rétt sunnan við Húsavík eftir hádegið í dag þegar fólksbíll og flutningabíll skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en samkvæmt lögreglu bar maðurinn sig vel og tald að hann hafi sloppið ómeiddur. Lögreglan á Húsavík gat ekki veitt nánari upplýsingar um tildrög óhappsins en fólksbíllinn er mikið skemmdur.

Nýjast