Fólk streymir til Dalvíkur

Mikill straumur ferðafólks hefur legið til Dalvíkur síðan á miðvikudag þar sem fjölskylduhátíðin, Fiskidagurinn mikli, verður haldin. Í gær hafði íbúatalan að minnsta kosti tvöfaldast og búist er við miklum fjölda í dag.

Dagskráin hefst síðdegis og stendur fram á sunnudag. Gestir tjalda vítt og breitt um bæinn, meðal annars inni á lóðum, og leggja hjólhýsum og tjaldvögnum víða á götum bæjarins. Að sögn lögreglu fór allt vel fram í gærkvöldi og nótt.

www.visir.is

Nýjast