Mikill straumur ferðafólks hefur legið til Dalvíkur síðan á miðvikudag þar sem fjölskylduhátíðin, Fiskidagurinn mikli,
verður haldin. Í gær hafði íbúatalan að minnsta kosti tvöfaldast og búist er við miklum fjölda í dag.
Dagskráin hefst síðdegis og stendur fram á sunnudag. Gestir tjalda vítt og breitt um bæinn, meðal annars inni á lóðum, og leggja
hjólhýsum og tjaldvögnum víða á götum bæjarins. Að sögn lögreglu fór allt vel fram í gærkvöldi og
nótt.
Heildarumferð ársins 2025 á milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var 846.918 ferðir sem jafngildir 2.320 ferðum að meðaltali á dag. Þetta er aukning um 7,6% á milli ára. Ársaukning á ferðum í gegnum göngin var 3,3% en 22% um Víkurskarð. Hlutfall umferðar um göngin var 74% en var 77% árið 2024.
Svalbarðsstrandarhreppur fékk nýverið afhent iðnaðarhús í Borgartúni. Kaupin eru hluti af heildstæðri framtíðarsýn um betri nýtingu húsnæðis og markvissa uppbyggingu þjónustu sveitarfélagsins.
Þórhallur Jónsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér í 2-3 sæti í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar n.k vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla og er svohljóðandi:.
Níu nemendur brautskráðust frá MA í lok haustannar. Sjö þeirra voru við brautskráningu í dag, 9. janúar, en tvær stúlkur voru flognar af landi brott. Athöfnin var á Miðsal í Gamla skóla þar sem útsýnið var fagurt á þessum fallega vetrardegi. Skólameistari flutti stutt ávarp og Íris Ísafold konsertmeistari skólans spilaði tvö lög.
Það fór ekki framhjá neinum að desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið.