Fólk með skerta starfsgetu boðið til starfa

Á Norðausturlandi eru 25 fyrirtæki sem taka þátt í Fyrirmyndardeginum.
Á Norðausturlandi eru 25 fyrirtæki sem taka þátt í Fyrirmyndardeginum.

Vinnumálastofnun stendur fyrir Fyrirmyndardeginum föstudaginn 24. nóvember en þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn. Þann dag hafa fyrirtæki og stofnanir um land allt tækifæri á að bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi,  auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækja fá tækifæri á að kynnast styrkleikum þeirra.

Á Norðausturlandi eru 25 fyrirtæki sem taka þátt. „Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fólks á fjölbreyttri atvinnuþátttöku og hafa einstaklingar með skerta starfsgetu verið ráðnir í starf í kjölfar þátttöku í Fyrirmyndardeginum,“ segir í tilkynningu. 

Nýjast