FÓLK í Amtsbókasafninu

ÁLKA - Ljósmyndarklúbbur Akureyrar opnaði í dag ljósmyndasýninguna FÓLK í Amtsbókasafninu á Akureyri.

Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar, ÁLKA, var stofnaður í mars 1991.
Markmið félagsins er að ná saman og virkja áhugafólk um ljósmyndun, skapa því aðstöðu ásamt því að auka þekkingu og miðla meðal félagsmanna. Félagsstarfið er fjölbreytt. Auk almennra funda með myndasýningum, spjalli og fjölbreyttum viðfangsefnum hefur félagið fengið til sín ýmsa fyrirlesara, bæði fagmenn í ljósmyndun og aðra myndlistarmenn með fróðleg erindi. Einnig er farið í sérstaka ljósmyndaleiðangra vor og haust. Margir félagsmanna einbeita sér að náttúruljósmyndun, t.d. landslagi eða blómum, aðrir mynda bæinn og bæjarumhverfið, sumir fjölskylduna og börnin og enn aðrir sérhæfa sig t.d. í að ljósmynda flugvélar eða skip og hafa komið upp góðu safni þess konar mynda. Talsverður áhugi er á heimildaljósmyndun meðal félagsmanna.

Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins til 31. október. Allir velkomnir.

Nýjast