Foder skoraði fimm í öruggum sigri Víkinga

SA Víkingar áttu ekki í neinum vandræðum með Jötna. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.
SA Víkingar áttu ekki í neinum vandræðum með Jötna. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.

SA Víkingar lentu ekki í neinum vandræðum með SA Jötna er liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri í gær á Íslandsmóti karla í íshokkí. Víkingar unnu örugglega 15-1, þar sem hinn danski Lars Foder fór á kostum en auk þess að skora fimm mörk átti hann fjölda stoðsendinga. Mark Jötna skoraði Sigurður Sveinn Sigurðsson. Björninn og SR áttust við í Egilshöllinni á sama tíma og þar hafði Björninn betur 7-3. Bjarnarmenn tylltu sér þar með á topp deildarinnar með 18 stig, SR hefur 15 stig en SA Víkingar hafa 12 stig í þriðja sæti.

 

Nýjast