Flugslys á Akureyri

Flugvél Mýflugs - TF-MYX - brotlenti í nágrenni Akureyrar, við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli. Þrír voru um borð í vélinni. Þeir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vélin var á leið heim úr sjúkraflugi.

Veginum að svæðinu var strax lokað og er fjöldi lgreglumanna að störfum og einnig aðstoða björgunarsveitarmenn. Megn reykjalykt berst frá flugvélinni.

Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð vegna brotlendingarinnar.

Fjölmennt lið lögreglu- og slökkviliðsmanna er á staðnum. Einnig er fjöldi björgunarsveitarmanna kominn á vettvang.

 

 

 

Nýjast