Flugeldasala gekk vel

Flugeldasala hjá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri gekk mjög vel að þessu sinni. Leonard Birgisson félagi í Súlum, segir að mikil aukning hafi verið í sölu flugelda undanfarin ár.

 

"Við gerðum ráð fyrir að salan yrði með öðrum hætti í ljósi efnahagsástandsins og má segja að þær áætlanir hafi gengið eftir. Flugeldasalan fór mjög rólega af stað en fór að mestu fram 30. og 31. desember. Súlur eiga mikið af upplýsingum um þróun flugeldasölu og það vakti athygli okkar nú hve stór hluti sölunnar fór fram á gamlársdag."
Leonard segist sjaldan hafa orðið eins mikið var við þá samkennd sem sé ríkjandi meðal Íslendinga, nú þegar á móti blæs. "Þetta var mjög áberandi og ljóst að fjölmargir viðskiptavinir okkar vildu halda áramótin með hefðbundnu sniði og styrkja öflugt sjálboðastarf björgunarsveitanna í leiðinni."

Nýjast