Flúði sjálfan sig í 10 ár

„Sérstaklega fannst mér tilfinningaríkt að fara í gamla grunnskóla minn, Brekkuskóla, og ræða við kr…
„Sérstaklega fannst mér tilfinningaríkt að fara í gamla grunnskóla minn, Brekkuskóla, og ræða við krakkana. Það voru blendnar tilfinningar því þar hófst mín barátta,“ segir Sigurður í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir

Útvarpsmaðurinn góðkunni Sigurður Þorri Gunnarsson eða Siggi Gunnars eins og hann er jafnan kallaður tók sjálfan sig í sátt eftir að hafa verið í feluleik með eigin tilfinningar í 10 ár. Hann kom út úr skápnum þegar hann var 25 ára og segist hafa öðlast nýtt líf. Sigurður hélt fyrirlestur í öllum grunnskólum Akureyrar í síðustu viku þar sem hann hvatti nemendur til að vera það sjálft en fyrirlesturinn nefnist "Vertu þú sjálfur."

Vikudagur spjallaði við Sigurð um hans eigin baráttu sem hófst á unglingsaldri og hvernig lífið getur tekið stakkaskiptum þegar fólk hættir að flýja sjálft sig. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.

-Vikudagur, 26. maí

Nýjast