Flóttamennirnir komnir til Akureyrar

Ungur flóttamaður á Akureyrarflugvelli í kvöld. Mynd/Akureyrarbær
Ungur flóttamaður á Akureyrarflugvelli í kvöld. Mynd/Akureyrarbær

Í kvöld lentu 23 flóttamenn frá Sýrlandi á Akureyrarflugvelli til að setjast að í bænum. Um er að ræða fjórar fjölskyldur sem hafa verið á ferðalagi í tæpan sólarhring. Á vef Akureyrarbæjar segir að fólkið hafi farið með rútu af flugvellinum í hús Rauða krossins við Viðjulund þar sem boðið var upp á léttan kvöldverð og bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, bauð fólkið velkomið til bæjarins. Að því loknu fóru fjölskyldurnar hver í sína íbúð í fylgd stuðningsfjölskyldu. Þrátt fyrir mikla þreytu var fólkið augljóslega mjög fegið að vera komið til bæjarins, brosmilt og kátt.

Nýjast