Fljúga beint til Rússlands frá Akureyri á HM

Circle Air mun fljúga beint til Rússlands.
Circle Air mun fljúga beint til Rússlands.

Ak­ur­eyrska flug­fé­lagið Circle Air mun fljúga til Rússlands í beinu flugi frá Akureyri næsta sumar. Eins og flestum er kunnugt verða Íslendingar á meðal þjóða sem keppir á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi sem fram fer dagana 14. júní til 15. júlí sumarið 2018 eftir 2-0 sigur á Kosóvó í gærkvöld.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, einn forsvarsmanna Circle Air, segir í samtali við Vikudag að þegar liðið hafi á leikinn í gærkvöld hafi allt farið í gang. „Eftir að Ísland skoraði annað markið þá ákvað ég slá til,“ segir Þorvaldur.

Hann segir að fyrirspurnum hafi strax byrjað að rigna inn eftir leikinn í gær.

„Ég er þegar kominn með í tvær flugvélar en þetta eru um 300 manns sem hafa skráð sig.“ Enn er óvíst hvar íslenska liðið spilar sína leiki en það skýrist 1. desember þegar dregið verður í riðla og segir Þorvaldur að vel gæti farið svo að flugum yrði bætt við.

Circle Air flaug beint til Frakklands í fyrrasumar þegar Ísland keppti á EM í Frakklandi.

„Sú ákvörðun var mjög spontant og ótrúlega skemmtilegt verkefni. Ég var búinn að vera með það á bak við eyrað að fara til Rússlands ef við kæmust á HM og hafði sett mig í samband við aðila um að fá flugvélar til að fljúga á milli. Það verður frábært að geta flogið með akureyringa og nærsveitarmenn beint út,“ segir Þorvaldur Lúðvík.


Athugasemdir

Nýjast