Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) lagði spurningakönnun fyrir íbúa á Akureyri í janúar og febrúar sl. til að kanna hug þeirra til bílaumferðar um tvær götur bæjarins. Annars vegar er um að ræða þann hluta Kaupvangsstrætis sem kallaður er Listagilið og hins vegar þann hluta Hafnarstrætis sem nær frá Kaupvangsstræti að Ráðhústorgi og kallast göngugata. Niðurstöður sýna að meirihlutinn vill loka götunum á tyllidögum yfir sumartímann.
Nánar er fjallað um skoðanakönnunina og afstöðu bæjarbúa í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur 31. mars