Flestir búnir að sleppa fé í úthaga

„Það leit ekki vel út með beit i Eyjafjarðarsveit um seinustu mánaðamót, en þá fór að hlýna verulega og úthagi tók mjög hratt við sér,“ segir Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.

Í fundargerð fjallskilanefndar kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að girðingar í sveitarfélaginu yrðu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní síðastliðinn, en nefndin lagði til á fundi fyrr í þessum mánuði að sleppingardagur fyrir sauðfé yrði 15. júní og 22. júní fyrir stórgripi. Báðu nefndarmenn búfjáreigendur um að hafa ástand gróðurs þó í huga áður en sleppt yrði í úthaga og mæltist til þess að fullorðnum hrútum yrði ekki sleppt á afrétt.

Að sögn Jónasar eru flestir ef ekki allir nú búnir að sleppa á ágætan gróður.

Nýjast