„Þetta virðist koma í bylgjum," segir Guðmundur Svanlaugsson hjá lögreglunni á Akureyri. „Það sem gæti líka skýrt þetta er að við höfum betri tæki núna til þess að kanna ástandið á mönnum sem við byrjuðum að nota í fyrra. Það eru þvagpróf sem við látum menn taka og niðurstöðurnar úr því koma eftir nokkrar mínútur og þá sjáum við hvort það séu merki um vímuefni í viðkomandi einstaklingi."