Fleiri ferðamenn dvelja á Akureyri yfir hátíðirnar

Fjölgun er á komu ferðamanna til Akureyrar yfir hátíðirnar. Mynd/Þröstur Ernir
Fjölgun er á komu ferðamanna til Akureyrar yfir hátíðirnar. Mynd/Þröstur Ernir

Fjöldi ferðamanna sem verja jólum og áramótum á Akureyri fer vaxandi. Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair Hotels, segir fjölgunina hafa verið stöðuga undanfarin ár. „Fyrstu árin lokuðum við yfir hátíðarnar en núna lítur þetta vel út. Flestir erlendu gestanna dvelja hér í nokkra daga þannig að þeir munu upplifa jólastemninguna í bænum mjög vel,“ segir Sigrún Björk.

Í svipaðan streng tekur Hrafnhildur Karlsdóttir hótelstjóri á KEA Hótels. „Aukningin er meiri um áramótin en jólin hjá okkur. Veitingastaðurinn og hótelið er opið fyrir gesti og gangandi og ég skynja að það verði þó nokkuð af fólki í bænum,“ segir Hrafnhildur. Sigrún Björk segir að hátíðarkvöldverðurinn á aðfangadagskvöld á Icelandair Hotels hafi verið mjög vel bókaðan bæði af hótelgestum sem og heimafólki. 

„Í fyrra komu mjög margir óvænt til okkar sem dvelja hér á Akureyri í íbúðum og á gistiheimilum. Þannig að við vorum undirbúin fyrir talsverðan fjölda. Það eru bara tveir veitingastaðir í bænum sem hafa opið yfir hátíðisdagana. Við hér á Icelandair og KEA,“ segir Sigrún.

Nýjast