Flautukarfa frá Eric James Palm, nýjasta liðsmanni Þórs, tryggði norðanmönnum fyrsta sigurinn í vetur í 1. deild karla í körfubolta í gær. Þór mætti Hamri í Síðuskóla og urðu lokatölur leiksins 83-80. Þórsarar fögnuðu langþráðum sigri vel í leikslok og fyrstu stigin hjá þeim hús. Eric James átti góðan leik fyrir Þór og skoraði 22 stig en Stefán Karel Torfason skoraði 18 stig.