Fjórum myndavélum komið fyrir á Akureyrarkirkju

Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í vikunni sjást ummerkin eftir veggjakrotið ennþá. Myndavélu…
Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í vikunni sjást ummerkin eftir veggjakrotið ennþá. Myndavélum verður komið upp við kirkjuna til að bregðast við. Mynd/Þröstur Ernir.

Fjórum myndavélum með upptökubúnaði verður komið fyrir á Akureyrarkirkju á næstu vikum. Um mótvægisaðgerðir eru að ræða vegna skemmdarverka sem unnin voru á kirkjunni í byrjun ársins.  Eins og Vikudagur greindi frá í byrjun janúar var úðað á kirkjuna alls kyns ófögrum orðum sem sneru flest að andúð á trúarbrögðum og heimspeki. Einnig var úðað á Kaþólsku kirkjuna, Glerárkirkju og Hvítasunnukirkjuna og var sami maður að verki í öll skiptin.

Ekki hefur gengið sem skyldi að afmá ummerkin á Akureyrarkirkju að sögn Ólafs Rúnars Ólafssonar formanns sóknarnefndar.

Nánar er rætt við hann og fjallað um málið í Vikudegi sem kemur út í dag.

Nýjast