Íbúarnir við Eikarlund óska einnig eftir því að hæðarpunktar verði teknir á lóðum og húsum sem fyrir eru á svæðinu, næst væntanlegu hverfi og fylgst verði nákvæmlega með breytingum sem geta orðið við framkvæmdir vegna hugsanlegs jarðvegssigs. Skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir við framkvæmdadeild að hæðarpunktar verði teknir á lóðum og húsum við Eikarlund sem snúa að framkvæmdasvæði. Ennfremur segir í bókun skipulagsnefndar: "Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulag við Daggarlund og Brálund þann 5. maí 2009 sem nú hefur verið staðfest. Á grundvelli þess voru hafnar framkvæmdir við gatnagerðina og verkið boðið út. Verkið er á áætlun og er gert ráð fyrir að gatnagerðinni ljúki í lok september. Skipulagsnefnd bendir á að nú eru aðeins lausar 14 einbýlishúsalóðir fyrir hús á einni hæð utan lóðanna í Daggarlundi. Skipulagsnefnd hefur nú þegar úthlutað fjórum lóðum við götuna. Talsverður áhugi er fyrir uppbyggingu við Daggarlund miðað við fyrirspurnir til skipulagsdeildar."