Lið Draupnis sem spilar í 3. deild karla hefur verið að sanka að sér leikmönnum núna seinni partinn í júlí og fengið til sín fimm nýja leikmenn, þar af fjóra úr Magna. Þessir leikmenn er Guðni Kárason, Sinisa Pavlica, Sveinn Orri Vatnsdal Sveinsson og Víðir Örn Jónsson frá Magna og Garðar Stefán Sigurgeirsson frá KA.
Draupnismönnum hefur ekki gengið alltof vel það sem af er sumri en liðið er í neðsta sæti D- riðils með sjö stig eftir 11. umferðir.