Fjórir árekstrar á Akureyri

Fyrsti snjórinn í byggð á Akureyri kom í morgun.
Fyrsti snjórinn í byggð á Akureyri kom í morgun.

Fjór­ir árekstr­ar urðu á Ak­ur­eyri í gær­kvöldi eft­ir að þar byrjaði að snjóa, en göt­ur í bæn­um eru nú hvít­ar. Frá þessu er greint á mbl.is. Að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri varð fyrsta óhappið um kvöld­mat­ar­leytið og það síðasta um miðnætti. Í öll­um til­fell­um var um minni hátt­ar um­ferðaró­höpp að ræða sem lík­lega má rekja til hálku, en eng­in meiðsl urðu á fólki.

Hvet­ur lög­regla bíl­stjóra og gang­andi til að fara var­lega í um­ferðinni nú í morg­uns­árið. Þá var einn bíl­stjóri stöðvaður fyr­ir ölv­unar­akst­ur skömmu eft­ir miðnætti, segir í frétt mbl.is.

Nýjast