Magni tapaði sínum fjórða leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu er liðið lá á heimavelli fyrir BÍ/Bolungarvík sl. laugardag. Óttar Kristinn Bjarnason kom BÍ/Bolungarvík yfir á 12.mín. leiksins. Kristján Páll Hanneson jafnaði metin fyrir heimamenn á 64. mín., en það var svo Pétur Geir Svavarson sem skoraði sigurmarkið fyrir gestina skömmu fyrir leikslok.
Lokatölur á Grenivíkurvelli, 2-1 sigur BÍ/Bolungarvík. Eftir átta umferðir situr Magni í 9. sæti deildarinnar með sjö stig.