Fjórar umsóknir um stöðu forstjóra FSA

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Fjórar umsóknir bárust um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri, FSA, en velferðarráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. febrúar nk. til eins árs. Á meðal umsækjenda er Þorvaldur Ingvarsson bæklunarskurðlæknir, sem gegnt hefur stöðu forstjóra FSA að undanförnu. Aðrir umsækjendur eru Jón Helgi Björnsson, Magnús Stefánsson og Valbjörn Steingrímsson.

Þorvaldur var ráðinn forstjóri Sjúkrahússins til áramóta, m.a. til að koma af stað vinnu við nýja framtíðarsýn og nýtt skipurit spítalans en þeirri vinnu er lokið. Nú um áramótin hófst formlega ársleyfi Halldórs Jónssonar forstjóra FSA. Í tengslum við breytingar á skipuritinu var auglýst eftir þremur nýjum framkvæmdastjórum við spítalann. Sex umsóknir bárust um þær stöður, þar af fimm frá núverandi starfsmönnum á FSA.

 

Nýjast