fjórar KA-stúlkur í landsliðið

U 16 ára hópur Íslands, KA-stelpurnar eru númer 17, 18, 8 og 9. Mynd: KA.is
U 16 ára hópur Íslands, KA-stelpurnar eru númer 17, 18, 8 og 9. Mynd: KA.is

Á heimasíðu KA er greint frá því valið hafi verið í lokahóp U16 ára landsliðs kvenna í blaki sem keppir í undankeppni EM í desember. Mótið fer fram í Danmörku.

KA hafði átt fjórar stúlkur í æfingahópunum að undanförnu. Um helgina var hópurinn svo skorinn niður og komust allar KA-stelpurnar í gegnum niðurskurðinn.

Þetta eru þær Sóley Karlsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Andrea Þorvaldsdóttir. Þær ferðast með liðinu til Danmerkur og keppa í undankeppninni sem fram fer 19.-21. desember næstkomandi.


Nýjast