Fjölsótt og vel heppnað 40 ára afmælishóf VMA

Hún þótti góð afmælistertan og gerðu gestir henni vel skil.   Mynd  vma.is
Hún þótti góð afmælistertan og gerðu gestir henni vel skil. Mynd vma.is

Fjörutíu ára afmælishátíðin í Gryfjunni í gær var sérlega ánægjuleg í alla staði. Fjölmargir sóttu skólann heim af þessu tilefni, nemendur núverandi og fyrrverandi, starfsmenn núverandi og fyrrverandi og fjölmargir aðrir góðir gestir. Að loknum ræðuhöldum var boðið upp á glæsilega afmælistertu – reyndar voru þær fimm – og fólk naut stundarinnar og rifjaði upp eitt og annað frá liðinni tíð.

Myndir frá afmælishátíðinni - Hilmar Friðjónsson
Myndir frá afmælishátíðinni - Jón Páll Jóhannsson 

Ávörp á afmælishátíðinni fluttu Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Ragnhildur Bolladóttir teymisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu, Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara, Jasmín Arnarsdóttir nemandi og kynningarstjóri í stjórn Þórdunu nemendafélags VMA, Hálfdán Örnólfsson kennari við VMA frá stofnun skólans fyrir 40 árum og Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri. Hafdís Inga Kristjánsdóttir, útskrifaður stúdent frá VMA vorið 2023, nú nemandi í söng við Tónlistarskólann á Akureyri, söng tvö lög.

„Það hafa margir sett sín spor á starfið í VMA, nemendur, starfsfólk, fyrirtæki á svæðinu og ýmsir einstaklingar sem gegnum tíðina hafa stutt við og haft hag námsins hér og skólans að leiðarljósi. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir þann hlýhug sem þessi skóli hefur alls staðar í samfélaginu,“ sagði Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, við upphaf formlegrar afmælisdagskrár í Gryfjunni.

Hér fyrir neðan er hlekkur á umfjöllun  VMA um hátíðina þ.a.m er að finna ávörp sem flutt voru

https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/vel-heppnad-40-ara-afmaelishof-vma


Athugasemdir

Nýjast