Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefst á Akureyri í dag
"Í ár leggjum við áherslu á hatta og höfuðföt og vonumst til að fá litríka og skemmtilega hátíð en vissulega á þetta að vera kærleiksrík hátíð eins og áður og áhersla lögð á fjölskyldustemmningu," segir Skúli. Dagskrá hátíðarinnar er þessi:
Fimmtudagur
Miðbærinn
N4 trúbadoraveisla. Ingó, Hvanndalsbræður, Mammúng o.fl. syngja okkur söngva sína. Útisvið við grasbrekkuna í Skátagili.
Græni hatturinn
Hvanndalsbræður mála Græna hattinn rauðan.
Kaffi Akureyri
Gítarpartý með Ingó veðurguð.
Kaffi Költ
Beggi Dan úr Shadow Parade og Konni úr Tender Foot skella upp trúbadorastemmingu.
Föstudagur
14:00 Upphitun á Ráðhústorgi: tónlist og sölutjöld
Föstudagsfjörfiskar frá Skapandi sumarstörfum á ferðinni. Andlitsmálun fyrir alla krakka á Kaffi Költ.
14:00 - 17:00 Atlantsolía á Glerártorgi
Ein með öllu og kók í boði fyrir dælulykilhafa og aðra gesti.
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup Sportvers
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir þessum magnaða viðburði. Veitt eru verðlaun fyrir bestu tíma karla og kvenna og 13 ára og yngri, flottustu búningana og stórbrotnustu tilþrifin.
20:00 Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
Eyþór Ingi organisti heldur óskalagatónleika um ásamt Óskari Péturssyni stórsöngvara.
Tónleikarnir hafa laðað að sér mörg hundruð gesti enda algjörlega einstakir.
21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ
Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmningu.
21:00 Skemmtikvöld á Ráðhústorgi
Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fígúra, Rúnar Eff og Manhattan, Mammúng hópurinn, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Óskar Axel, Ingó og Veðurguðirnir, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Dagur Sig og hljómsveit og fleiri.
Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið
Gokart á paninu hjá Brim
Tívolí við Skipagötu
Eftir miðnætti:
Oddvitinn: Alvöru 80´s ball
Alvöru 80´s 90's ball. Strákarnir í N3 ásamt Þórhalli í Pedro mæta með gömlu Dynheimaplöturnar, Sjallaplöturnar, 1929 diskana og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 25 ár.
Græni hatturinn: Hjálmar
Stórhljómsveitin Hjálmar sér til þess að enginn sitji kyrr. Það er bara ekki hægt þegar seiðandi reggae-tónlistin hljómar. Eins og það er ekki hægt að valhoppa í fýlu.
Sjallinn: Ingó og Veðurguðirnir
Loksins koma hinir kynngimögnuðu Ingó & Veðurguðirnir í Sjallann eftir langa fjarveru og keyra upp stuðið. Einnig koma fram Kristmundur Axel, Óskar Axel og júlí Heiðar.
Kaffi Akureyri
23.00 - 01.30: Gítarpartý
01.30 - 05.00: DJ Hilli
Kaffi Amor: Dj Beggi Bess
Frítt inn
Pósthúsbarinn
80's diskó
Laugardagur
10:00-14:00 Vatnasafarí að Hömrum
Vatnaleikir við leikjatjörnina að Hömrum. Skemmtileg þrautabraut fyrir börn.
11:00 Sæludagur í sveitinni - Möðruvellir í Hörgárdal
Blönduð dagskrá við þetta forna höfuðból sem engan svíkur. Traktoraspyrna, sveitafitness, reiðsýning og teymt undir börnum.
13:00 Skoðunarferðir um Hof
Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.
13:00 Sæludagur í sveitinni - Hörgársveit
Hörgársveit býður gesti velkomna. Opnir blómagarðar, sveitamarkaður, upplestur á ljóðum okkar bestu skálda, opin fjós, kaffi og kruðerí.
14:00 Kaffi Költ. Málaðu á bolinn
Sveina Björg textílkennari kennir fólki að mála á bolinn. Bolir seldir á staðnum.
14:00 - 18:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi
Einar Mikael töframaður, Mammúng hópurinn, Óskar Axel, Júlí Heiðar, Dagur Sigurðsson og hljómsveit, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta. Dagskránni lýkur með því að gleðigandurinn Páll Óskar eys úr skálum stuðsins yfir lýðinn.
16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ
Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.
18:00 -22:00 Ævintýraland að Hömrum
Hoppukastalar, hjólabílar og bátar. Skemmtilegur ratleikur sem nær meðal annars inn í Kjarnaskóg. Eins gott að villast ekki. Þeir sem komast alla leið fá viðurkenningarskjal heim til sín eftir helgina.
21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ
Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmingu
21:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi
Fjöldi frábærra listamanna; Páll Óskar, Fígúra, Dagur Sig og hljómsveit, Friðrik Dór, N3, Hjálmar, Mammuúg, Rúnar Eff og Manhattan
Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið
Gokart á planinu hjá ÚA
Tívolí við Skipagötu
Andlitsmálun í Kaffi Költ fyrir alla krakka
Eftir miðnætti:
Græni hatturinn: Hjálmar
Stórhljómsveitin Hjálmar hafa skipað fastan sess á Einni með öllu í mörg ár, enda stemmingin á Græna hattinum engu lík.
Oddvitinn: Dynheimaball
Dynheimaballið eina sanna. Þar munu þeir Þórhallur í Pedró, Hólmar Svansson, Pétur Guðjóns, Dabbi Rún og Siggi Rún mæta með gömlu Dynheimaplöturnar og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 30 ár
Sjallinn
Stuðkóngurinn Páll Óskar tryllir lýðinn. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Palli hefur hælana á dansskónum. Sérstakur gestur: Friðrik Dór.
Rýmið, Hafnarstræti. Allir með öllum. 16+
Fram koma: Óskar Axel, Júlí Heiðar, Kristmundur Axel, Ragga & Magga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Bjartur Elí, DJ Óli Geir. Áfengis- og vímuefnalaus skemmtun. Munið skilríkin, árið gildir.
Kaffi Akureyri. Gítarpartý.
DJ Pétur Sveins
Kaffi Amour Plötusnúllinn Davíð Oddsson
Pósthúsbarinn 80's diskó
Sunnudagur
12:00-14:00 Lautarferð í Iðnaðarsafninu
Í verður lautarferðin í skógarlundinum við Iðnaðarsafnið eins og tíðkaðist á sjötta áratug síðustu aldar. Við vonumst til að sjá rauðköflótta dúka með lummum og ástarpungum, ef til vill breiðir fólk út teppi á grasið og drekkur kók í gleri í gegnum lakkrísrör. Flutt verður söngdagskráin „Stúlkan með lævirkjaröddina" til heiður Erlu Þorsteinsdóttur.
13:00 Skoðunarferðir um Hof
Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúnna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.
14:00 Sjallaspyrnan
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
14:00-17:00 Útimarkaður
Á Ráðhústorgi verður allt mögulegt til sölu.
15:00 Söngkeppni unga fólksins: HBI Vocalist Söngskóli
Heimir Bjarni Ingimarsson sér um keppnina og mætir með gítarinn. Keppt verður í tveimur flokkum: 3-12 ára og 13-16 ára. Skráning og upplýsingar í síma 869-6634. Sigurvegarar fá m.a. að syngja á Sparitónleikum á sunnudagskvöldið og upptökutíma í hljóðveri.
16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ
Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.
17:00 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju
Guðrún Ingimarsdóttir söngkona, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Bach, Händel, Mozart og fleiri, fyrir sópran, fiðlu og píanó.
21:00 Sparitónleikarnir
Að þessu sinni verða tónleikarnir á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Þar verða flutt lög sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðleg og fram koma Rúnar Eff, Dikta, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Flugeldasýning frá Leiruveginum.
Eftir miðnætti:
Græni hatturinn: Bravó
Bravó-bítlarnir halda uppi bítlastuði frameftir nóttu. Valinn maður í hverju rúmi enda var þessi hljómsveit valin til að hita upp fyrir Kinks þegar þeir léku í Austurbæjarbíói árið 1965 og gerðu allt vitlaust. Sérstakur gestur: Ari Jónsson úr Roof Tops.
Oddvitinn: SSSól
SSSól með Helga Björns í fararbroddi tryllir lýðinn.
Sjallinn. Stórstjörnukvöld
Dikta, Jón Jónsson og Blaz Roca.
Kaffi Akureyri
Partý Sússi.
Kaffi Amour
Dj Ármann Narly.
Pósthúsbarinn
80's diskó.