Fjölnir með öruggan sigur gegn KA í kvöld

Fjölnir skellti KA á heimavelli, 3:0, er liðin mættust í 18. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Gunnar Valur Gunnarsson kom Fjölni yfir eftir tæplega hálftíma leik og Bjarni Gunnarsson bætti við marki tveimur mínútum síðar. Bjarni bætti svo við öðru marki sjö mínútum fyrir leikslok. Fjölnir er komið í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig og stigin þrjú mikilvæg í baráttunni um annað sætið. KA er hins vegar áfram í áttunda sæti með 20 stig.

Nýjast