Fjölmenni á kynningar- fundi fyrir eldri borgara

Hann var þétt setinn bekkurinn á kynningarfundi Íslandsbanka í Hofi í gær.
Hann var þétt setinn bekkurinn á kynningarfundi Íslandsbanka í Hofi í gær.

VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, og sameinað útibú Íslandsbanka og Byrs héldu fræðslufund fyrir eldri borgara á Akureyri í gær.  Fundurinn sem haldinn var í Hofi var haldinn í samstarfi við Landssamband eldri borgara og var sá fjórði í röð funda sem VÍB hefur haldið síðan í lok janúar. Fyrstu þrír fundirnir voru haldnir í Reykjavík og var fullbókað á alla fundina og komust færri að en vildu. Það sama var uppi á teningnum í Hofi, en um 130 eldri borgarar lögðu leið sína á fundinn. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá VÍB, fjallaði um þau atriði sem eldri borgarar þurfa að hafa í huga varðandi sparnað og ávöxtun fjármuna. Eftirspurnin eftir fræðslu um þessi mál hefur verið mikil en margar spurningar brenna á ellilífeyrisþegum sem meðal annars snúa að öryggi, ávöxtun, sköttum og greiðslum Tryggingastofnunar. Fundarstjóri var Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri og Guðný Kristinsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit hélt einnig stutt erindi á fundinum. 

Nýjast