Vel var mætt til vinafundar í gærkvöldi á Húsavík þegar haldin var 90 ára afmælishátíð Völsungs, en félagið var stofnað 12. apríl 1927.
Ræður voru fluttar og ávörp og margir voru heiðraðir fyrir frábær og oft langvinn störf í þágu félagsins og íþróttanna í landinu, bæði af félaginu sjálfu og samböndum á borð KSÍ og HSÍ.
Nánar verður fjallað um þessa afmælishátíð og verðuga heiðursmerkjaþega í Skarpi eftir páska. JS