Fjölgar um sex í einangrun á Norðurlandi eystra

Flest smitin eru á Akureyri.
Flest smitin eru á Akureyri.

Samkvæmt nýjum tölum á covid.is fjölgar um sex í einangrun á Norðurlandi eystra frá því í gær. Fjöldinn í einangrun er nú kominn í 51. Þá er mikil aukning í sóttkví og fjölgar þeim um 65 á milli daga. Nú eru alls 135 í sóttkví í landshlutanum.

Alls greindust 86 innanlandssmit í gær en af þeim voru 62 í sóttkví við greiningu. Ekki hafa jafn margir greinst með veiruna hér á landi í rúmlega tvær vikur. 


Nýjast