Fjöldi fólks á Ráðhústorgi í dag

Það ríkti hátíðarstemmning á Ráðhústorgi í dag.
Það ríkti hátíðarstemmning á Ráðhústorgi í dag.

Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Akureryar í dag, þegar kveikt var á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Fólk var í hátíðarskapi og ekki síst börnin. Það var Anna Marý Jónsdóttir sem tendraði ljósin. Jólasveinarnir Hurðaskellir, Kjötkrókur og Kertasníkir mættu á Ráðhústorg og þeir heilluðu gesti með söng. Þeir tóku m.a. lagið með barnakórum Akureyrarkirkju.

Það var Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Norðurlandi sem afhenti jólatréð frá Randers formlega. Þá flutti Geir Kristinn Aðalsteinsson ávarp. Einnig var kveikt á hjartanu í Vaðlaheiði í dag og þá kom jólakötturinn sér fyrir á Ráðhústorgi. Myndirnar tala sínu máli.

Nýjast