Þar koma fram einsöngvararnir Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson, auk Kvennakórs Akureyrar og Vilhjálmur Ingi
Siguðarson leikur einleik á trompet. Án efa frábærir tónleikar sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Það verður ljúf og notalega stemmning í Listagilinu um helgina með opnunum sýninga í galleríum og í Populus Tremula verður opnuð
svokölluð Beate- og Helgabúð. Þar eru á ferðinni Helgi Þórsson söngvari hljómsveitarinnar Helgi og
hljóðfæraleikararnir og kona hans Beat Stormo - þau munu selja afar fjölbreyttan heimavarning úr sveitinni. Á Græna hattinum verður
hljómsveitin Sprengjuhöllin með útgáfutónleika í kvöld.
Á Minjasafninu gefst kostur á að skoða gamla góða jólaskrautið sem rifjar upp minningar um jólin í "den tid" hjá ömmu og
afa og ekki má gleyma þeim skemmtilega sið sem Akureyringar hafa haldið í og það er fylgjast með þegar jólasveinarnir taka lagið á
svölunum sem gjarnan eru kenndar við KEA en eru nú undir hatti Pennans-Eymundsson. Jólasveinarnir ætla að taka lagið á svölunum í dag
klukkan 15.00.
Á morgun sunnudag er upplagt að renna fram í Eyjafjörð en þar verður hægt að gera skera út laufabrauð að Öngulsstöðum
(skráning á hrefna@ongulsstadir.is), smakka jólaísinn hjá Holtselssbændum, koma við í Leikfangasmiðjunni Stubb hjá Georg Hollanders og
koma við í Laugarborg og fá sér þar gott í gogginn af kökuhlaðborði. Í Gamla bænum í Laufási verður frá
kl. 13.30-16 hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.