Líklegt má telja að þetta sé einsdæmi á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. KKA akstursíþróttafélag verður með sleðaspyrnu á Leirutjörn við Skautahöllina á Akureyri á föstudaginn og hefst fjörið kl 20:00. Á sunnudaginn verður ÍsCross á mótorhjólum við skautahöllina frá kl. 14.00-16.00. Í Hlíðarfjalli verður skíðanámskeið fyrir fatlaða sem stendur yfir alla helgina. Síðast en ekki síst verður stórsýningin Vetrarsport haldin í Boganum á laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar um viðburðina sem og dagskrá Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ í heild sinni má finna á www.vmi.is/vh2010