Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa segir við Fréttablaðið að fjölskyldan hafi reynst neikvæð við sýnatöku við landamærin. Eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar fór að finna fyrir einkennum var hann sendur í aðra sýnatöku sem reyndist jákvæð.
„Þetta kom í ljós í seinni sýnatöku hjá einum af fjórum fjölskyldumeðlimum var kominn með Covid-19. Þau eru á núna á gistiheimili sem við tókum á leigu á Akureyri og munu dvelja þar næstu tvær vikur, hið minnsta. Það skal þó tekið fram að þau höfðu ekkert dvalið á Akureyri, “ segir Gylfi.