Fjögurra manna erlend fjölskylda í farasóttarhúsi

Fjölskyldan er í einangrun á gistiheimili á Akureyri. Mynd Þorgeir Baldursson
Fjölskyldan er í einangrun á gistiheimili á Akureyri. Mynd Þorgeir Baldursson
Fjögurra manna er­lend fjöl­skylda, hefur verið send í einangrun í farsóttarhúsi á Akur­eyri eftir að einn ­með­limur fjölskyldunnar greindist með virkt kórónu­veiru­smit í gær­kvöldi. Fjölskyldan hafði ekki dvalið á Akureyri áður en smitið kom upp.
 

 

Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjónar­maður far­sótta­húsa segir við Fréttablaðið að fjölskyldan hafi reynst nei­kvæð við sýna­töku við landa­mærin. Eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar fór að finna fyrir einkennum var hann sendur í aðra sýnatöku sem reyndist jákvæð.

„Þetta kom í ljós í seinni sýna­töku hjá einum af fjórum fjöl­skyldu­með­limum var kominn með Co­vid-19. Þau eru á núna á gistiheimili sem við tókum á leigu á Akureyri og munu dvelja þar næstu tvær vikur, hið minnsta. Það skal þó tekið fram að þau höfðu ekkert dvalið á Akureyri, “ segir Gylfi. 


Athugasemdir

Nýjast