Fjögur ungmenni á sjúkrahús eftir bílveltu

Fjög­ur 17 ára ung­menni voru flutt til skoðunar á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri í nótt eft­ir bíl­veltu, mbl.is greindi frá. Bíllinn fór út af skammt frá skotsvæðinu í Hlíðarfjalli og valt þrjár veltur eftir að ökumaður missti stjórn á honum í beygju. Slysið varð skömmu fyr­ir eitt í nótt að sögn varðstjóra hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra.  Ekki er talið að meiðsl ungmennanna séu al­var­leg.


Nýjast