Á fundi skólanefndar í vikunni var lögð fram tillaga að skiptingu á þeim 10 milljónum króna sem skólanefnd fékk til ráðstöfunar vegna góðs reksturs á árinu 2010. Lagt var til að fjárhæðinni yrði skipt milli leik- og grunnskóla í réttu hlutfalli við fjölda barna/nemenda skólaárið 2010-2011. Skólanefnd samþykkti tillöguna með þeim skilyrðum að fjárhæðin verði nýtt í hverjum skóla þannig að nemendur njóti góðs af.
Einnig að tillögur skólastjóra um nýtingu verði bornar undir foreldraráð í leikskólum og skólaráð í grunnskólum. Skólanefnd óskar eftir yfirliti frá hverjum skóla um það hvernig fjármunirnir verða nýttir.