Fjárlagafrumvarpið vonbrigði, segir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri

„Þær upphæðir sem okkur eru ætlaðar til reksturs sjúkrahússins eru okkur vonbrigði. Við höfum komið því á framfæri við stjórnvöld að það vanti 200 mkr. í almennan rekstur til að komast yfir sársaukamörk og að árið 2013 stefni í að verða gert upp með um 150 mkr. halla að óbreyttu,“ segir Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri á heimasíðu stofnunarinnar. „Það er því augljóst að verði niðurstaðan eins og hún birtist okkur í frumvarpinu núna að lögum getur sjúkrahúsið ekki haldið úti óbreyttri þjónustu við íbúa á svæðinu og hætt við að gera þurfi grundvallarbreytingar á starfseminni til lengri tíma,“ segir Bjarni.

Nýjast