Fjárhagsrammi fyrir næsta ár samþykktur í bæjarráði
Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2012 er nú í fullum gangi hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri. Á fundi
bæjarráðs í gær var samþykkt tillaga að fjárhagsramma fyrir næsta ár. Bæjarfulltrúar A-lista, B-lista, D-lista,
S-lista og V-lista lögðu fram bókun á fundinum, þar sem fram kemur að þeir samþykki framkomna tillögu um fjárhagsramma fyrir
árið 2012, en minna á að í þriggja ára áætlun sé gert ráð fyrir hagræðingarkröfu upp á 200
milljónir króna sem aðeins sé mætt að hluta í þessum ramma.
Ennfremur segir í bókuninni að þeir muni taka afstöðu til einstakra hagræðingarkrafna og tillagna um breytingar á tekjustofnum í umræðu um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.