Fjaran – 150 gesta veitingastaður við höfnina

Fjaran tekur 150 manns í sæti og á góðviðrisdögum má bæta við öðrum eins fjölda á stéttinni fyrir ut…
Fjaran tekur 150 manns í sæti og á góðviðrisdögum má bæta við öðrum eins fjölda á stéttinni fyrir utan staðinn. Mynd: JS

Um síðustu helgi var opnaður nýr fjölskyldurekinn veitingastaður við höfnina  á Húsavík sem ber nafn við hæfi staðsetningar, sem sé Fjaran. Þar sem Fjaran seafood & grill restaurant er nú var áður veitingastaðurinn Naustið, en sá hefur fært sig um set upp fyrir Bakka og tekið sér bólfestu í Selinu. Fjaran opnun

Fjaran er hinsvegar miklu stæri staður en gamla Naustið var sem tók um 30 manns í sæti. Litli veitingasalurinn var látinn halda sér og snyrtingar einnig og eftir stækkun tekur Fjaran 150 manns í sæti. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu og það mjög skemmtilega hannað af eigendum Fjörunnar og vinum, ásamt fagfólki á staðnum. Eigendur er systkinin Ásgeir og Þyri Kristjánsbörn og makar þeirra Anna Ragnarsdóttir og Ingvar Hafsteinsson. Nánar má lesa um Fjöruna í prentútgáfu Skarps, þar má einnig sjá skemmtilega myndasyrpu. /JS

- Skarpur, 2. júní.

Nýjast