Fjallað um sjálfræði og aldraða á málstofu í Hlíð

Málin rædd í matsalnum í Hlíð.
Málin rædd í matsalnum í Hlíð.

Þriðja málstofa Öldrunarheimila Akureyrar á 50 ára afmælisári Hlíðar verður haldin í samkomusalnum í Hlíð í dag, mánudaginn 26. mars kl. 12:45 - 13:15. Málstofunni seinkar um 30 mínútur miðað við fyrri málstofur á öldrunarheimilunum. Að þessu sinni fjallar Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor við Háskólann á Akureyri um Sjálfræði og aldraða. Hvað er sjálfræði og hvers virði er það? Missir fólk sjálfræðið þegar það eldist og þarf þjónustu? Spennandi umfjöllunarefni sem enginn má missa af. Allir eru velkomnir.

 

 

Nýjast