Stjórnendur Fiskistofu hafa ákveðið að hefja samningaviðræður við eigendur húsnæðisins að Strandgötu 29-31 á Akureyri. Auglýst var eftir framtíðarhúsnæði fyrir höfuðstöðvar Fiskistofu og bárust alls sex tilboð. Þetta segir Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri við fyrirspurn Vikudags.
Fiskistofa hefur verið í bráðarbirgðahúsnæði í Borgum við Háskólann á Akureyri eftir að höfuðstöðvar Fiskistofu fluttist frá Hafnarfirði til Akureyrar um áramótin að ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.
Stefnt er að því að flytja í nýtt húsnæði með vorinu, þar sem allir starfsmenn stofnunarinnar á Akureyri verða undir sama þaki.
-Vikudagur, 17. mars