GV Gröfur ehf. áttu næst lægsta tilboð í verkið, rúmar 26,8 milljónir króna, eða 66,7% af kostnaðaráætlun, Túnþökusala Kristins bauð um 33 milljónir króna, eða 82,3% af kostnaðaráætlun, G. Hjálmarsson bauð um 34,4 milljónir króna, eða 85,6% af kostnaðaráætlun, Virkni bauð 37,4 milljónir króna, eða 92,9% af kostnaðaráætlun og Ístak bauð 39,3 milljónir króna, eða 97,7% af kostnaðaráætlun.
Tilboðið nær til nýbyggingar undirganga og göngustíga ásamt tilheyrandi lögnum. Um er að ræða 16 metra undirgöng undir Hörgárbraut vestan Hrauns og um 300 metra af göngustígum. Skiladagur verksins er 17. júlí í sumar.