Finnur bauð lægst í framkvæmdir á Hjalteyri
Þrjú fyrirtæki á Akureyri sendu inn tilboð í framkvæmdir á Hjalteyri, sem opnuð voru á dögunum. Um er að ræða
gatnagerð, ásamt holræsagerð og gerð útrásar. Fyrirtækið Finnur ehf. átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 9,6
milljónir króna og var það eina tilboðið sem var undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 10 milljónir króna.
Áætluð verklok eru 15. ágúst nk.
Fyrirtækið GV-gröfur ehf. átti næst lægsta tilboð í verkið en það hljóðaði upp á rúmar 11,8 milljónir króna en G. Hjálmarsson hf. bauð rúmar 18,4 milljónir króna.