Fínn árangur UFA á unglingalandsmóti

Ungmennafélag Akureyrar, UFA, stóð sig með prýði á unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki um helgina. Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti sitt eigið Íslandsmet er hann sigraði í 80 m grindahlaupi pilta. Kolbeinn bar einnig sigur úr býtum í 100 og 800 m hlaupi pilta.

Þá sigraði sveit UFA í 5x80 m boðhlaupi í flokki 11 ára stelpna . Aðrir keppendur UFA stóðu sig afar vel á mótinu og var fjöldinn af bæði silfur- og bronsverðlaunum sem komu í hús.

Nýjast