Fimmtán sóttu um starf framkvæmdastjóra búsetudeildar
Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar rann út 16. maí og sóttu fimmtán um starfið. Eftirtaldir sóttu um starfið:
Arnar Kristinsson, lögfræðingur hjá Lögmenn Laugardal ehf.
Ásdís Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ
Birgitta Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, dipl. í heilbrigðisvísindum
Einar Logi Vilhjálmsson, markaðssérfræðingur
Friðrik Bjarnason, sérfræðingur
Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur, MPA
Hildur Gísladóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi, MBA
Jón Hrói Finnsson, sviðsstjóri hjá Akraneskaupsstað
Jón Þór Kristjánsson, nemi
Kristjana Kristjánsdóttir, nemi
Laufey Þórðardóttir, verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar
Magnús Valur Axelsson, lögfræðingur, ML
Marthen Elvar Veigarsson Olsen, stuðningsfulltrúi á sambýli
Steinunn A. Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, MA í öldrunarfræði
Vilborg Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi
Búsetudeild er hluti af félagsþjónustu Akureyrarbæjar og veitir íbúum bæjarins ýmiss konar búsetuþjónustu. Ennfremur sinnir deildin þjónustu við íbúa nokkurra annarra sveitarfélaga samkvæmt samningum þar að lútandi. Með búsetuþjónustu er átt við þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og/eða skapa fólki aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum.