Fimmta fjölskylda flóttafólks á leið til Akureyrar

Khattab Omar Alom­hammad er einn þeirra flóttamanna frá Sýrlandi sem kom til Akureyrar í janúar. Han…
Khattab Omar Alom­hammad er einn þeirra flóttamanna frá Sýrlandi sem kom til Akureyrar í janúar. Hann hefur ásamt fjölskyldu sinni staðið fyrir vikulegum samstöðufundum á Ráðhústorgi til að minna á og mótmæla stríðinu í Sýrlandi. Mynd: Tinna Björg Gunnarsdóttir.

Velferðarráðuneytið hefur falast eftir því við Akureyrarbæ aðtaka við einni fjölskyldu flóttafólks til viðbótar. Fyrr á þessu ári komu fjórar Sýrlenskar fjölskyldur til Akureyrar. Frá þessu var fyrst sagt á vef RÚV.

Bæjarráð Akureyrar hefur tekið vel í beiðni velferðarráðuneytisins og hefur falið bæjarstjóra að ræða freka við ráðuneytið. Um er að ræða fimm manna fjölskyldu sem ku hafa tengsl við eina af þeim fjölskyldum sem þegar er sest að á Akureyri.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, staðfesti í dag við fréttastofu RÚV að líklegt væri að þessi fimm manna fjölskylda kæmi til Akureyrar.

Sjá einnig: Börnin í Aleppo eru börn okkar allra

 

Nýjast