Olaf Eller, landsliðsþjálfari karla í íshokkí, hefur valið endanlegan 23 manna hóp fyrir þátttöku í 2. deild A á heimsmeistaramótinu en riðillinn verður leikinn í Skautahöllinni í Laugardal dagana 12. til 18. apríl. Í hópnum eru fimm leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar, fimm frá Íslandsmeistaraliði Bjarnarins, fjórir frá Skautafélagi Reykjavíkur og níu leikmenn frá liðum erlendis frá. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu gegn Nýja-Sjálandi fimmtudaginn næstkomandi, þann 12. apríl, og leikur síðan gegn Serbíu, Eistlandi, Spáni og Króatíu.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Markmenn
Dennis Hedström (EHC Bregenzerwald)
Ómar Smári Skúlason (Skautafélag Akureyrar)
Styrmir Snorrason (Björninn)
Varnarmenn
Birkir Árnason (Björninn)
Björn Már Jakobsson (Skautafélag Akureyrar)
Ingólfur Tryggvi Elíasson (Mjölby)
Ingvar Þór Jónsson (Skautafélag Akureyrar)
Orri Blöndal (Skautafélag Akureyrar)
Róbert Freyr Pálsson (Björninn)
Snorri Sigurbjörnsson (Skautafélag Reykjavíkur)
Sóknarmenn
Andri Már Mikaelsson (Skautafélag Akureyrar)
Björn Róbert Sigurðarson (Skautafélag Reykjavíkur)
Brynjar Freyr Þórðarson (Amager Ishockey)
Emil Alengard (Mjölby)
Jóhann Már Leifsson (Niagra Fury)
Jón Benedikt Gíslason (Amager Ishockey)
Jónas Breki Magnússon (Amager Ishockey)
Matthías Máni Sigurðarson (Stjernen)
Ólafur Hrafn Björnsson (Björninn)
Pétur Maack (Skautafélag Reykjavikur)
Robin Hedström (Aaseda)
Tómas Tjörvi Ómarsson (Skautafélag Reykjavíkur)
Úlfar Jón Andrésson (Björninn)
Aðstoðarþjálfarar liðsins eru David MacIsaac frá Birninum og Josh Gribben frá SA.