Ásgeir Marinó Baldvinsson, 5 ára strákur sem var að veiða í Skjálfandafljóti með pabba sínum, Baldvini H. Ásgeirssyni, um helgina fékk þennan 3,5 punda lax á veiðistöng sem var varla mikið stærri en fiskurinn.Það tók góðar 10 mín. að ná fiskinum á land enda bauð stöngin ekki upp á nein átök. Þetta er annar laxinn sem Ásgeir Marinó veiðir og mætti því segja að hann sé fiskinn strákurinn. Systir hans þriggja ára fékk líka einn fisk sem var þó mun minni.
Ágætis aðsókn er yfir sumarmánuðina á Útgerðarminjasafnið á Grenivík. Talsvert fleiri komu við á safninu í júní miðað við sama mánuði í fyrra en svipaður fjöldi gesta sótti safnið heim í júlí. Veður hefur áhrif á aðsókn segir Björn Ingólfsson formaður stjórnar safnsins.
Menntastefna Akureyrarbæjar frá árinu 2020 gildir út árið 2025. Nú er hafin vinna við endurskoðun stefnunnar og ber fræðslu- og lýðheilsuráð ábyrgð á þeirri vinnu í umboði bæjarstjórnar. Stýrihópur hefur verið skipaður og honum sett erindisbréf.
Umhverfislistaverk var formlega afhjúpað á Gömlu bryggju á Grenivík í einmunablíðuá dögunum, hægviðri og hiti fór yfir 20 gráður. Afhjúpunin var í tengslum við árlega Grenivíkurgleði.
Áætlun aukavagns á leið 6 (skólavagn) verður seinkað um 15 mínútur frá og með mánudeginum 1. september nk. Vagninn mun leggja af stað úr miðbæ kl. 07:55. Er þetta gert vegna þess að MA seinkaði byrjun skóladags núna, eins og VMA var búin að gera eða til kl. 08:30.
Sveitarfélagið Norðurþing og bresk-norska félagið GIGA-42 Ltd. hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Um er að ræða fyrsta fasa á gervigreindarveri á 4,3 hektara lóð með 50 MW raforkuþörf en GIGA-42 þarf að semja við Landsvirkjun um afhendingu rafmagns til verkefnisins. Það voru Bergþór Bjarnason, staðgengill sveitarstjóra Norðurþings og William Tasney forstjóri GIGA-42 sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á Húsavík í morgun.
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti 5 ár.
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.
Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.