Ásgeir Marinó Baldvinsson, 5 ára strákur sem var að veiða í Skjálfandafljóti með pabba sínum, Baldvini H. Ásgeirssyni, um helgina fékk þennan 3,5 punda lax á veiðistöng sem var varla mikið stærri en fiskurinn.Það tók góðar 10 mín. að ná fiskinum á land enda bauð stöngin ekki upp á nein átök. Þetta er annar laxinn sem Ásgeir Marinó veiðir og mætti því segja að hann sé fiskinn strákurinn. Systir hans þriggja ára fékk líka einn fisk sem var þó mun minni.
Þjónusta við sífellt stækkandi hóp eldra fólks er eitt þeirra verkefna sem eru á könnu sveitarfélaga. Aðgerðaáætlun fyrir eldra fólk á Akureyri árin 2026 til 2030 var samþykkt í bæjarráði í lok nóvember, en áður hafði vinnuhópur verið að störfum um málefnið. Fyrsti hluti áætlunarinnar var samþykktur í bæjarráði við lok árs 2021.
Aparólufélagið er heiti á félag sem nemendur Grenivíkurskóla stofnað. Þeir eru að hefja söfnun fyrir Aparólu til að setja upp í hallinu austan við skólann.
Í síðustu viku voru tvær fréttir af flugmálum áberandi. Annars vegar voru fréttir unnar upp úr góðri grein Ásthildar Sturludóttur, sem dró fram jákvæða þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll, og hins vegar var um að ræða frétt Morgunblaðsins af fundi Isavia ohf. með Samtökum atvinnurekenda á Suðurnesjum
Nýverið bauð Fjársýsla ríkisins út rammasamning um bílaleigubíla og hlaut Höldur-Bílaleiga Akureyrar hæstu einkunn bjóðenda og verður því fyrsti kostur ýmissa stofnanna, fyrirtækja og sveitarfélaga sem koma að þessum stóra samningi. Þetta segir í tilkynningu frá Höldi í morgun.
Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og blakkonan Julia Bonet Carreras voru í gær kjörin íþróttafólk KA en úrslitin voru kunngjörð á 98 ára afmælisfögnuði KA sem fram fór í gær.
Einhvern vegin hefur okkur hjónum alltaf tekist að teljast til þeirra ríku og velmegandi í þessu samfélagi. Þó okkar upplifun hér áður fyrr væri að við ættum vart til hnífs og skeiðar, þá hafa stjórnvöld í gegnum tíðina fundið út að svo sé ekki.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkti fyrir áramót með fjórum atkvæðum að ganga til samninga við SS-Byggi á grundvelli tilboðs frá fyrirtækinu í smíði á brú yfir Glerá og jöfnunarstöðvar fyrir strætó, en hún hefur verið í miðbænum við BSO um langt skeið.