Ásgeir Marinó Baldvinsson, 5 ára strákur sem var að veiða í Skjálfandafljóti með pabba sínum, Baldvini H. Ásgeirssyni, um helgina fékk þennan 3,5 punda lax á veiðistöng sem var varla mikið stærri en fiskurinn.Það tók góðar 10 mín. að ná fiskinum á land enda bauð stöngin ekki upp á nein átök. Þetta er annar laxinn sem Ásgeir Marinó veiðir og mætti því segja að hann sé fiskinn strákurinn. Systir hans þriggja ára fékk líka einn fisk sem var þó mun minni.
Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.
Fyrir liggja drög að þjónustusamningi til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum þar sem gert er ráð fyrir að Kisukot verði áfram starfrækt við Löngumýri á Akureyri svo sem verið hefur í rúman áratug.
„Það er örlítil aukning þegar horft er til komandi sumars, en svo er lítið sem ekki neitt að gerast þegar kemur inn á haustið. Frá september til áramóta er bara varla hreyfing,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds Bílaleigu Akureyrar. Hann bætir við að ef allt fer á versta veg varðandi upptöku kílómetra gjalds í sumar megi gera ráð fyrir gríðarmiklu tjóni hjá bílaleigum, sem í tilviki Bílaleigu Akureyrar nemur hundruðum milljóna.
,,Ég óskaði eftir því fyrir helgi við formann atvinnuveganefndar að forsvarsmenn sveitarfélagsins Norðurþings, PCC á Bakka og Samtökum iðnaðarins færu yfir stöðuna með okkur í atvinnuveganefnd þingsins sem allra fyrst."
Listin að rýna til gagns
Listin að rýna til gagns, eða gagnrýna með uppbyggilegum hætti er eitthvað sem við ættum að temja okkur og ekki forðast. Það má vissulega oft finna leiðir til að gera misgóða hluti enn betri, benda á það sem betur mætti fara. Koma með lausnir og hugmyndir um betri leiðir, það flokkast undir að vera lausnamiðaður og framsýnn.
Það er eitt og annað rætt í nefndum bæjarins. Í einni þeirra kviknaði til dæmis sú hugmynd hvort ekki væri rétt að banna nagladekk á göngugötunni. Ég man ekki hver lagði þetta til enda ríkir trúnaður um það sem fram fer á nefndarfundum. Svo ekki spyrja mig.